Skip to main content

Skráning muna á Lindarbakka - 2. áfanga lokið.

11. nóvember 2022

Skráningu gripa sem tilheyra húsinu Lindarbakka á Borgarfirði eystra er nú lokið. Verkefnið var samstarfsverkefni Minjasafns Austurlands og heimamanna á Borgarfirði.

Undanfarin tvö ár hefur Minjasafn Austurlands unnið að því að afla upplýsinga um og skrá alla gripi sem tilheyra húsinu Lindarbakka á Borgarfirði eystri. Verkefnið kom til þegar Elísabet Sveinsdóttir (Stella) síðasti eigandi hússins, afhenti Borgarfjarðarhreppi húsið til eignar sumarið 2019. Fyrsti áfangi verkefnisins fór fram á árinu 2021 og fólst hann í að skrá alla gripi sem tilheyra íbúðarhúsinu. Síðari áfanginn fór fram á þessu ári og snérist hann um að skrá gripi sem tilheyra skemmunni sem stendur við húsið. Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í tveimur skráningarskýrslum sem munu m.a. liggja frammi í Lindarbakka og eru gestir hvattir til að glugga í skýrsluna og að koma frekari upplýsingum um einstaka gripi á framfæri.

Lindarbakki var byggður árið 1899 og eru hlutar hússins enn upprunalegir. Elísabet Sveinsdóttir (Stella á Lindarbakka) og eiginmaður hennar heitinn, Skúli Ingvarsson, keyptu húsið árið 1979 og nýttu eftir það sem sumardvalarstað. Stella hefur verið verkefnisstjóra innan handar við skráningu gripanna og veitt mikilvægar upplýsingar.

Hægt var að fylgjast með gangi mála á Facebook og Instagram síðum verkefnsins. Verkefnið hlaut styrki í gegnum byggðaþróunarverkefni Betri Borgarfjörður.

Síðustu fréttir

Afmælismoli - Notendur safnsins
18. september 2023
Á Minjasafninu fáum við til okkar ýmsa gesti héðan og þaðan. Á sumrin eru gestirnir að megninu til erlendir og innlendir ferðamenn en á veturna eru skólarnir á svæðinu duglegir að nýta sér safnið o...
Afmælismoli - Innra starf
08. september 2023
Verkefnum menningarminjasafna má skipta í fimm flokka sem allir tengjast innbyrgðis og segja má að treysti hver á annan. Þessi flokkar eru: söfnun, varðveisla, skráning, rannsóknir og miðlun. Verke...
Afmælismoli - húsnæði Minjasafns Austurlands
28. ágúst 2023
Við höldum áfram að tína til skemmtilega mola úr sögu Minjasafns Austurlands í tilefni af því að í haust verða 80 ár liðin frá stofnun þess. Nú beinum við sjónum að húsnæði safnsins í gegnum tíðina...