Skip to main content

Skráning muna á Lindarbakka - 2. áfanga lokið.

11. nóvember 2022

Skráningu gripa sem tilheyra húsinu Lindarbakka á Borgarfirði eystra er nú lokið. Verkefnið var samstarfsverkefni Minjasafns Austurlands og heimamanna á Borgarfirði.

Undanfarin tvö ár hefur Minjasafn Austurlands unnið að því að afla upplýsinga um og skrá alla gripi sem tilheyra húsinu Lindarbakka á Borgarfirði eystri. Verkefnið kom til þegar Elísabet Sveinsdóttir (Stella) síðasti eigandi hússins, afhenti Borgarfjarðarhreppi húsið til eignar sumarið 2019. Fyrsti áfangi verkefnisins fór fram á árinu 2021 og fólst hann í að skrá alla gripi sem tilheyra íbúðarhúsinu. Síðari áfanginn fór fram á þessu ári og snérist hann um að skrá gripi sem tilheyra skemmunni sem stendur við húsið. Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í tveimur skráningarskýrslum sem munu m.a. liggja frammi í Lindarbakka og eru gestir hvattir til að glugga í skýrsluna og að koma frekari upplýsingum um einstaka gripi á framfæri.

Lindarbakki var byggður árið 1899 og eru hlutar hússins enn upprunalegir. Elísabet Sveinsdóttir (Stella á Lindarbakka) og eiginmaður hennar heitinn, Skúli Ingvarsson, keyptu húsið árið 1979 og nýttu eftir það sem sumardvalarstað. Stella hefur verið verkefnisstjóra innan handar við skráningu gripanna og veitt mikilvægar upplýsingar.

Hægt var að fylgjast með gangi mála á Facebook og Instagram síðum verkefnsins. Verkefnið hlaut styrki í gegnum byggðaþróunarverkefni Betri Borgarfjörður.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...