Óhefðbundnar sauðfjárlækningar - fyrirlestur í Safnahúsinu

31. janúar 2023

Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fer fram í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Þar mun Hrafnkatla Eiríksdóttir snýkjudýra- og þjóðfræðingur fjalla um óhefðbundnar sauðfjárlækningar fyrr og nú.

Helsta rannsóknarsvið Hrafnkötlu eru snýkjudýr í jórturdýrum en á síðast ári snérust rannsóknir hennar um óhefðbundnar lækningar í sauðfjárrækt og óþekktan lifrarsjúkdóm í íslenskum hreindýrum. Aðgangur er ókeypis - verið velkomin.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi en að henni standa Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Gunnarsstofnun, Sögufélag Austurlands og Hallormsstaðaskóli. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og hægt verður að nálgast hann hér.

Síðustu fréttir

Gripur mánaðarins - Mars
01. mars 2023
Marsmánuður hefur litið dagsins ljós og nýr gripur mánaðarins hefur verið valinn! Að þessu sinni er það þessi undurfagra harmonikka af tegundinni Cactel Fidaro, Italy. Harmonikkan er gul og ljó...
Líf í tuskunum í öskupokasmiðju
24. febrúar 2023
Það var handagangur í öskjunni í árlegri öskupokasmiðju sem fram fór í Safnahúsinu síðastliðinn bolludag. Þar gafst gestum og gangandi kostur á að undirbúa sig fyrir öskudaginn með því að sauma ösk...
Minjasafn Austurland hlýtur styrki úr Safnasjóði
14. febrúar 2023
Minjasafn Austurlands fékk  tvo styrki úr aðalúthlutun Safnasjóð í ár en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands í gær. ...

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum