Skip to main content

Óhefðbundnar sauðfjárlækningar - fyrirlestur í Safnahúsinu

31. janúar 2023

Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fer fram í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Þar mun Hrafnkatla Eiríksdóttir snýkjudýra- og þjóðfræðingur fjalla um óhefðbundnar sauðfjárlækningar fyrr og nú.

Helsta rannsóknarsvið Hrafnkötlu eru snýkjudýr í jórturdýrum en á síðast ári snérust rannsóknir hennar um óhefðbundnar lækningar í sauðfjárrækt og óþekktan lifrarsjúkdóm í íslenskum hreindýrum. Aðgangur er ókeypis - verið velkomin.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi en að henni standa Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Gunnarsstofnun, Sögufélag Austurlands og Hallormsstaðaskóli. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og hægt verður að nálgast hann hér.