Skip to main content

Sauðkind og safnkostur

02. febrúar 2023

Íslenska sauðkindin þykir harðgerð enda hefur hún aðlagað sig vel að erfiðum aðstæðum hér á landi. Landsmenn hafa í gegnum tíðina lært að nýta hana til hins ýtrasta og spilaði hún stórt hlutverk í því að halda lífi í þjóðinni. Ull og skinn voru notuð í klæði og skófatnað og úr hornum smíðuðu menn spæni og hagldir. Upp á völur og leggi var undinn þráður og bein og horn voru leikföng barna. Tóbakspungar, buddur fyrir aura og annað smádót var unnið úr hrútspungum.

Í tilefni af þorranum ákváðum við á Minjasafni Austurlands að draga fram muni úr safnkostinum sem hægt væri tengja við sauðkindina og sýna í Krubbunni.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...