Minjasafn Austurland hlýtur styrki úr Safnasjóði

14. febrúar 2023

Minjasafn Austurlands fékk  tvo styrki úr aðalúthlutun Safnasjóð í ár en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands í gær.

Annar styrkurinn var veittur í safnfræðsluverkefnið Skapandi arfleifð sem Minjasafnið stendur fyrir í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Þetta verður í fjórða sinn sem safnið býður skólum á starfssvæði sínu upp á verkefni þar sem þau fá fræðslu um menningararfinn í gegnum skapandi vinnu undir handleiðslu listafólks. Í fyrsta skiptið var unnið með þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar, árið eftir var Valþjófsstaðahurðin nýtt sem innblástur, í fyrra unnu nemendur með álfkonudúkinn frá Bustarfelli og í ár verður unnið með óáþreifanlegan menningararf. 

Hinn styrkurinn var veittur í verkefnið Leyndardómar Valþjófsstaðahurðarinnar en þar er um að ræða spennandi samstarfsverkefni Minjasafns Austurlands og Þjóðminjasafns Íslands en söfnin hyggjast taka höndum saman og gefa út sérstakt fræðslu- og leikjahefti fyrir börn þar sem sögu hurðarinnar verður miðlað í gegnum skapandi og skemmtileg verkefni.

Jóhanna Bergmann, fyrrverandi safnstjóri Minjasafns Austurlands og núverandi starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands, veitti styrkjunum viðtöku fyrir hönd Minjasafnsins. Hún er einmitt einn fulltrúa Þjóðminjasafnsins í samstarfsverkefninu um Valþjófsstaðahurðina. 

Áður hafði safnið fengið tvo styrki úr aukaúthlutun Safnasjóðs, annars vegar til að sækja Farskólann, árlega fagráðstefnu safnafólks sem að þessu sinni fer fram í Hollandi og hins vegar í fyrirlestrarröðina Nýjustu fræði og vísindi sem safnið stendur fytrir ásamt Héraðsskjalasafni Austfirðinga, Rannsóknarsetri HÍ á Austurlandi, Gunnarsstofnun, Hallormsstaðaskóla og Sögufélagi Austurlands. 

Mynd: Safnaráð

Síðustu fréttir

Gripur mánaðarins - Mars
01. mars 2023
Marsmánuður hefur litið dagsins ljós og nýr gripur mánaðarins hefur verið valinn! Að þessu sinni er það þessi undurfagra harmonikka af tegundinni Cactel Fidaro, Italy. Harmonikkan er gul og ljó...
Líf í tuskunum í öskupokasmiðju
24. febrúar 2023
Það var handagangur í öskjunni í árlegri öskupokasmiðju sem fram fór í Safnahúsinu síðastliðinn bolludag. Þar gafst gestum og gangandi kostur á að undirbúa sig fyrir öskudaginn með því að sauma ösk...
Minjasafn Austurland hlýtur styrki úr Safnasjóði
14. febrúar 2023
Minjasafn Austurlands fékk  tvo styrki úr aðalúthlutun Safnasjóð í ár en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands í gær. ...

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum