Líf í tuskunum í öskupokasmiðju

24. febrúar 2023

Það var handagangur í öskjunni í árlegri öskupokasmiðju sem fram fór í Safnahúsinu síðastliðinn bolludag. Þar gafst gestum og gangandi kostur á að undirbúa sig fyrir öskudaginn með því að sauma öskupoka. 

Þetta er fjórða sinn sem öskupokasmiðja sem þessi er haldin í Safnahúsinu og sem fyrr voru það konur úr Soroptimistaklúbbi Austurlands sem sá um að kenna réttu handtökin. Gestir gátu valið um að sauma poka frá grunni eða skreyta poka sem búið var að sauma. Í pokana var svo sett aska, smásteinar eða orðsendingar og málshættir.

Sá siður að hengja öskupoka á fólk á líklega rætur að rekja aftur í kaþólskan sið. Elsta heimild um orðið „öskupoki“ er úr orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík, líklega frá miðbiki 18. aldar en þar segir:

„Öskupoki, stundum öskuposi: Lítill poki fylltur ösku, sem piltar eða stúlkur hengja, sér til gamans á klæði annarra eða koma öðrum til að bera óvart á einhvern hátt á öskudag, það er að segja miðvikudag í föstuinngang. Sama á við um burð á steinum eða steinvölum. Þessi venja er án efa leifar úr kaþólskum sið.“

Að hengja öskupoka á fólk á þessum degi er alíslenskur siður. Í gamla daga var til siðs að konur hengdu poka með ösku á karla en karlar hengdu poka með smásteinum á konurnar. Margir hafa haldið því fram að sá siður að hengja öskupoka á fólk á öskudaginn sé á undanhaldi en það var ekki að sjá í smiðjunni þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér konunglega við að saumaskapinn. 

Fyrsta öskupokasmiðjan var haldin í Safnahúsinu árið 2018. Smiðjurnar féllu niður árin 2022 og 2021 vegna samkomutakmarkana en þess í stað sameinuðust skipuleggjendur um að gera kennslumyndband í öskupokasaumi sem deilt var á samfélagsmiðlum og hægt er að sjá hér

 

Síðustu fréttir

Gripur mánaðarins - Mars
01. mars 2023
Marsmánuður hefur litið dagsins ljós og nýr gripur mánaðarins hefur verið valinn! Að þessu sinni er það þessi undurfagra harmonikka af tegundinni Cactel Fidaro, Italy. Harmonikkan er gul og ljó...
Líf í tuskunum í öskupokasmiðju
24. febrúar 2023
Það var handagangur í öskjunni í árlegri öskupokasmiðju sem fram fór í Safnahúsinu síðastliðinn bolludag. Þar gafst gestum og gangandi kostur á að undirbúa sig fyrir öskudaginn með því að sauma ösk...
Minjasafn Austurland hlýtur styrki úr Safnasjóði
14. febrúar 2023
Minjasafn Austurlands fékk  tvo styrki úr aðalúthlutun Safnasjóð í ár en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands í gær. ...

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum