Skip to main content

Gestir frá Háskóla Íslands

24. mars 2023

Á dögunum litu góðir gestir við hér á Minjasafni Austurlands en þar var á ferð rektor Háskóla Íslands, starfsfólk rannsóknarsetra Háskólans og fleiri gestir tengdir skólanum. Tilefni heimsóknarinnar var ársfundur rannsóknarsetranna sem fram fór í Valaskjálf sama dag. Gestirnir fengu kynningu á starfsemi safnsins auk þess sem Unnur Birna Karlsdóttir, fyrrverandi safnstjóra safnsins og núverandi forstöðumanni rannsóknarseturs HÍ á Austurlandi, sagði frá tilurð og gerð sýningarinnar Hreindýrin á Austurlandi. Að því loknu skoðuðu gestirnir sýningar safnsins. 

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands eru níu talsins og eru staðsett víðsvegar um landið. Markmið þeirra er að stuðla að rannsóknum og leiðbeiningu framhaldsnema víða um land og vera um leið vettvangur samstarfsverkefna háskólans við nærumhverfi og nærsamfélag setranna. Minjasafn Austurlands hefur í gegnum tíðina átt í góðu samstarfi við rannsóknarsetrið á Austurlandi um ýmis verkefni og afar ánægjulegt að fá tækifæri til að hitta annað starfsfólk setranna og kynna starfsemi safnsins fyrir þeim. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...