Merki Minjasafnsins í afmælisbúning

29. mars 2023

Eins og glöggir vegfarendur um vefinn hafa ef til vill tekið eftir er merki Minjasafns Austurlands komið í nýjan búning. Breytingin er tímabundin og gerð í tilefni af því að í ár verða 80 ár liðin frá því að Minjasafn Austurlands var formlega stofnað en stofnfundur þess fór fram á fundi á Hallormsstað 10.-11. október árið 1943. Í tilefni tímamótanna var ákveðið að setja merki Minjasafnsins í í tímabundinn afmælisbúning og minna þannig á þá löngu sögu sem safnið á að baki. Ýmislegt fleira er á döfinni í tengslum við afmælisárið og vert að hvetja fólk til að fylgjast með á vef og samfélagsmiðlum safnsins. 

Síðustu fréttir

Ársskýrsla 2022 komin út
10. maí 2023
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2022 er komin út. Þar er fjallað um starfsemina á árinu 2022 sem var fjölbreytt og blómleg enda má segja að á árinu hafi hjólin aftur farið að snúast me...
Gripur mánaðarins - Maí
01. maí 2023
Aprílmánuður hefur nú runnið sitt skeið og síðasti gripur mánaðarins fyrir sumarfrí lítur nú dagsins ljós.  Að þessu sinni höfum við valið ákaflega fallegan mun, þ.e. listilega fallega og ...
Lokað á sumardaginn fyrsta.
19. apríl 2023
Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn vekjum við athygli á því að safnið verður lokað á sumardaginn fyrsta. Opnum aftur á venjulegum tíma á föstudaginn. 

Opnunartímar
1. sept - 31.maí - Þriðjudaga - föstudaga:  11:00-16:00
1. júní - 31. ágúst - Alla daga: 10:00-18:00

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum