Skip to main content

Samstarf Minjasafnsins og Tjarnarskógar

30. mars 2023

Í vetur hafa nemendur leikskólans Tjarnarskógar sem fæddir eru árið 2019 heimsótt Minjasafn Austurlands reglulega í litlum hópum. Hver hópur hefur komið fjórum sinnum á safnið og samtals hafa þetta verið 16 heimsóknir.

Í heimsóknunum er fjallað um líf fólks í gamla torfbæjarsamfélaginu og mismunandi viðfangsefni eru tekin fyrir í hverri heimsókn, þ.e. híbýli, matur, föt og síðast en ekki síst leikir barna. Jafnframt fá nemendur að kynnast því hvers konar staðir söfn eru, hvernig hlutir er geymdir þar og þeim umgengnisreglum sem þar gilda. Lögð er áhersla á að leyfa börnunum að snerta, prófa og nýta frjálsan leik eins og kostur er.

Þetta vel heppnaða samstarf safnsins og leikskólans hefur staðið yfir um árabil og er alltaf jafn gefandi. Síðasti hópur vetrarins heimsótti safnið nú á dögunum og við hlökkum mikið til að taka á móti næsta árgangi þegar hausta tekur. 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...