Skip to main content

Samstarf Minjasafnsins og Tjarnarskógar

30. mars 2023

Í vetur hafa nemendur leikskólans Tjarnarskógar sem fæddir eru árið 2019 heimsótt Minjasafn Austurlands reglulega í litlum hópum. Hver hópur hefur komið fjórum sinnum á safnið og samtals hafa þetta verið 16 heimsóknir.

Í heimsóknunum er fjallað um líf fólks í gamla torfbæjarsamfélaginu og mismunandi viðfangsefni eru tekin fyrir í hverri heimsókn, þ.e. híbýli, matur, föt og síðast en ekki síst leikir barna. Jafnframt fá nemendur að kynnast því hvers konar staðir söfn eru, hvernig hlutir er geymdir þar og þeim umgengnisreglum sem þar gilda. Lögð er áhersla á að leyfa börnunum að snerta, prófa og nýta frjálsan leik eins og kostur er.

Þetta vel heppnaða samstarf safnsins og leikskólans hefur staðið yfir um árabil og er alltaf jafn gefandi. Síðasti hópur vetrarins heimsótti safnið nú á dögunum og við hlökkum mikið til að taka á móti næsta árgangi þegar hausta tekur. 

Síðustu fréttir

Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...
Fjöldi nemenda sem fengu fræðslu frá Minjasafninu með mesta móti
30. desember 2023
Sjaldan hafa fleiri nemendur tekið þátt í safnfræðslu Minjasafns Austurlands en á árinu sem var að líða en um 800 nemendur nýttu fræðsluverkefni safnsins á árinu. Fjöldinn hefur aðeins þrisvar veri...