Skip to main content

Þorraheimsóknir í leikskóla

20. janúar 2023

Safnfræðsla Minjasafns Austurlands var á faraldsfæti í dag í tilefni af fyrsta degi þorra. Leikskólarnir Hádegishöfði í Fellabæ og Tjarnarland á Egilsstöðum voru heimsóttir og þar tóku elstu nemendur skólanna á móti starfskonu safnsins. Með í för var þorrakistan góða sem geymdi margvíslega muni sem tengjast lífi fólks hér áður fyrr. Í heimsókninni var meðal annars spjallað um matinn sem fólk borðaði í gamla daga, fötin sem þau notaði og hvernig það nýtti það sem landið og náttúran gaf. Heimsóknirnar voru hluti af hátíðarhöldum leikskólanna í tilefni af þorra og þar sköpuðust afar skemmtilegar umræður um daglegt líf í fortíð og nútíð. 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...