Skip to main content

Þorraheimsóknir í leikskóla

20. janúar 2023

Safnfræðsla Minjasafns Austurlands var á faraldsfæti í dag í tilefni af fyrsta degi þorra. Leikskólarnir Hádegishöfði í Fellabæ og Tjarnarland á Egilsstöðum voru heimsóttir og þar tóku elstu nemendur skólanna á móti starfskonu safnsins. Með í för var þorrakistan góða sem geymdi margvíslega muni sem tengjast lífi fólks hér áður fyrr. Í heimsókninni var meðal annars spjallað um matinn sem fólk borðaði í gamla daga, fötin sem þau notaði og hvernig það nýtti það sem landið og náttúran gaf. Heimsóknirnar voru hluti af hátíðarhöldum leikskólanna í tilefni af þorra og þar sköpuðust afar skemmtilegar umræður um daglegt líf í fortíð og nútíð. 

Síðustu fréttir

Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...
Fjöldi nemenda sem fengu fræðslu frá Minjasafninu með mesta móti
30. desember 2023
Sjaldan hafa fleiri nemendur tekið þátt í safnfræðslu Minjasafns Austurlands en á árinu sem var að líða en um 800 nemendur nýttu fræðsluverkefni safnsins á árinu. Fjöldinn hefur aðeins þrisvar veri...