Skip to main content

Alþjóðlegi safnadagurinn

11. maí 2023

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum í næstu viku mun safnið, í samstarfi við Soroptimistaklúbb Austurlands, bjóða upp á opna fataviðgerðarsmiðju þriðjudaginn 16. maí kl. 15-17. Allir sem hafa áhuga á að fá leiðsögn við að laga og bæta textíl eru velkomnir og hvetjum við fólk til að mæta með fatnað sem þarfnast viðgerðar. Saumavél og viðgerðarefni og áhöld verða á staðnum.

Einnig stillum við fram gripum í sýningarskápnum á 3. hæð Safnahússins sem eiga það sameiginlegt að hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Um er að ræða hluti úr safnkosti safnsins sem voru annaðhvort bættir eftir mikla notkun eða þeim breytt þannig að þeir öðluðust nýtt hlutverk. Sýningin er vitnisburður um ótrúlega nýtni og hugvitsemi fólks hér áður fyrr þegar fólk átti færri hluti og notuðu þá til hins ýtrasta. 

Síðustu fréttir

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS
06. nóvember 2023
Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var ...
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
02. nóvember 2023
Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar vor...
Lokað 24. október
23. október 2023
Minjasafn Austurlands verður lokað mánudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls enda vinna aðeins konur á safninu.  Safniðverður opnað aftur á venjubundnum tíma á miðvikudaginn kl. ...