Skip to main content

Vel heppnuð fyrirlestrarröð

26. maí 2023

Fimmti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fór fram í fundarsal Austurbrúar á Egilsstöðum í gær. Þar fjallaði Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands um gróðurframvindu í lúpínubreiðum á Austurlandi. Fyrirlesturinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður í kjölfar hans.

Fyrirlesturinn var síðasti fyrirlesturinn í bili í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi en að henni stóðu Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Gunnarsstofnun, Sögufélag Austurlands og Hallormsstaðaskóli. Markmið raðarinnar var að skapa vettvang fyrir fræðifólk til að miðla rannsóknum sínum og niðurstöðum til almennings á Austurlandi.

Efnistök voru fjölbreytt í vetur. Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði fjallaði um bréfasafn Páls Pálssonar frá Hallfreðastöðum; Eyjólfur Eyjólfsson þjóðfræðingur fjallaði um baðstofuna og tónlistararfinn í nýju samhengi; Hrafnkatla Eiríksdóttir, sníkjudýra- og þjóðfræðingur fyrirlestur um óhefðbundnar sauðfjárlækningar fyrr og nú; Sigurður Högni Sigurðsson sagnfræðingur sagði frá ættar- og vináttutengslum í samfélagi austfirskra bænda á ofanverðri átjándu öld og síðast en ekki síst fjallaði Guðrún Óskarsdóttir um gróðurframvindu í lúpínubreiðum eins og áður sagði. 

Fyrirlestrarröðin hlaut styrk úr Safnasjóði og hægt er að nálgast upptökur af fyrirlestrunum á Youtube-síðu Skriðuklausturs

 

Síðustu fréttir

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS
06. nóvember 2023
Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var ...
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
02. nóvember 2023
Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar vor...
Lokað 24. október
23. október 2023
Minjasafn Austurlands verður lokað mánudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls enda vinna aðeins konur á safninu.  Safniðverður opnað aftur á venjubundnum tíma á miðvikudaginn kl. ...