Skip to main content

Sumarsýningin Ferðalög fyrr á tímum

21. júní 2023

Sumarsýningin Ferðalög fyrr á tímum var opnuð 17. júní síðastliðinn í Krubbunni, sýningarrými í sýningarsal Minjasafnsins.

Á sýningunni er að finna framsetningu muna sem skapa sviðsmynd tjaldferðalags í íslenskri náttúru fyrr á tímum. Í dag þykja okkur ferðalög sjálfsagður hluti af nútímalífstíl en það er í raun er ekki langt síðan að þau voru aðallega iðkuð í þeim tilangi að komast á milli staða af praktískum ástæðum. Lítill frítími og lélagar samgöngur höfðu þar megin áhrif. Þó eru til einstaka heimildir um bæði Íslendinga og útlendinga sem nutu þess að ferðast um íslenska náttúru hvort sem það voru lengri eða styttri ferðir í nærumhverfi og eru dæmi um slíkar heimildir dregin fram á sýningunni. Sýningin stendur í allt sumar.

Sýningin er styrkt af menningarsjóði Múlaþings og ljósmyndir á veggspjöldum eru fengnar að láni hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Mynd: Frá opnun sýningarinnar á 17. júní. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir segir frá tilurð sýningarinnar en hún hafði veg og vanda af hönnun hennar og uppsetningu. 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...