Skip to main content

Afmæli fagnað á samfélagsmiðlum

09. október 2023

Í dag, 9. október, eru liðin 80 ár frá því að Minjasafn Austurlands var formlega stofnað á fundi á Hallormsstað. Stofnaðilar voru Búnaðarsamband Austurlands, Samband austfirskra kvenna og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands. Síðar bættust Menningarsamtök Héraðsbúa í hópinn og loks sýslunefndir Múlasýsna. Á fundinum var gengið frá stofnskrá og kosin stjórn en hana skipuðu þau Gunnar Gunnarsson, Sigrún P. Blöndal og Þóroddur Guðmundsson.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og margs að minnast. Í tilefni afmælisins ætlum við að birta daglegar færslur á samfélagsmiðlum safnsins næstu 80 daga þar sem fjallað er um fjölbreytta starfsemi þess á þessum 80 árum. Hægt verður að fylgjast með á Facebook og Instagram síðum safnsins. 

 

 

 

Síðustu fréttir

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS
06. nóvember 2023
Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var ...
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
02. nóvember 2023
Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar vor...
Lokað 24. október
23. október 2023
Minjasafn Austurlands verður lokað mánudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls enda vinna aðeins konur á safninu.  Safniðverður opnað aftur á venjubundnum tíma á miðvikudaginn kl. ...