Skip to main content

Afmæli fagnað á samfélagsmiðlum

09. október 2023

Í dag, 9. október, eru liðin 80 ár frá því að Minjasafn Austurlands var formlega stofnað á fundi á Hallormsstað. Stofnaðilar voru Búnaðarsamband Austurlands, Samband austfirskra kvenna og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands. Síðar bættust Menningarsamtök Héraðsbúa í hópinn og loks sýslunefndir Múlasýsna. Á fundinum var gengið frá stofnskrá og kosin stjórn en hana skipuðu þau Gunnar Gunnarsson, Sigrún P. Blöndal og Þóroddur Guðmundsson.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og margs að minnast. Í tilefni afmælisins ætlum við að birta daglegar færslur á samfélagsmiðlum safnsins næstu 80 daga þar sem fjallað er um fjölbreytta starfsemi þess á þessum 80 árum. Hægt verður að fylgjast með á Facebook og Instagram síðum safnsins. 

 

 

 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...