Skip to main content

Jólasamvera í Safnahúsinu

23. nóvember 2023

Miðvikudaginn 29. nóvember munu söfnin í Safnahúsinu standa fyrir sameiginlegri jólasamveru þar sem boðið verður upp á notalega stemningu og jólalega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. 

Bókin "Lára fer á jólaball" verður lesin á Bókasafninu kl. 16:30 og að því loknu verður hægt að fara í myndatöku með jólasveini á Héraðsskjalasafninu. Jólasýning Minjasafnsins, Þorláksmessukvöld, verður formlega opnuð en þar verður dregin upp mynd af dæmigerðu Þorláksmessukvöldi með aðstoða gripa úr safnkosti safnsins. Þá verður einnig boðið upp á jólalegar þrautir, ratleiki og föndur svo allir gestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Samverustundin stendur yfir frá kl. 16:00 til 18:00 og aðgangur er ókeypis. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...