Skip to main content

Jólasamvera í Safnahúsinu

23. nóvember 2023

Miðvikudaginn 29. nóvember munu söfnin í Safnahúsinu standa fyrir sameiginlegri jólasamveru þar sem boðið verður upp á notalega stemningu og jólalega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. 

Bókin "Lára fer á jólaball" verður lesin á Bókasafninu kl. 16:30 og að því loknu verður hægt að fara í myndatöku með jólasveini á Héraðsskjalasafninu. Jólasýning Minjasafnsins, Þorláksmessukvöld, verður formlega opnuð en þar verður dregin upp mynd af dæmigerðu Þorláksmessukvöldi með aðstoða gripa úr safnkosti safnsins. Þá verður einnig boðið upp á jólalegar þrautir, ratleiki og föndur svo allir gestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Samverustundin stendur yfir frá kl. 16:00 til 18:00 og aðgangur er ókeypis.