Skip to main content

Jólasýningar og samvera

05. desember 2023

Hin árlega jólasamvera Safnahússins var haldin 29. nóvember síðastliðinn en eins og undanfarin ár tóku söfnin í húsinu þá höndum saman og buðu upp á margvíslega afþreyingu og notalega fjölskyldusamveru.

Jólasýning Minjasafnsins, Þorláksmessukvöld, var opnuð við sama tilefni en þar geta gestir skyggnst inn í stofu frá sjöunda áratugnum þar sem jólaundirbúningur stendur sem hæst. Á Bókasafninu var jólalegur upplestur og sjálfur Skyrgámur gerði sig heimakominn á Skjalasafninu gestum til mikillar gleði. Þá var boðið uppá jólalegar þrautir, ratleiki og föndur. Síðast en ekki síst gátu gestir dregið miða með nafni einhvers af hinum minna þekktu systkinum jólasveinanna og síðan teiknað þau með ímyndunaraflið að vopni. 

Samveran var vel sótt en á milli 80 og 90 manns lögðu leið sína í húsið á meðan henni stóð.

2023 Jolasamvera 1
2023 Jolasamvera 7
2023 Jolasamvera 4
2023 Jolasamvera 6
2023 Jolasamvera 2
2023 Jolasamvera 3

Síðustu fréttir

Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...
Fjöldi nemenda sem fengu fræðslu frá Minjasafninu með mesta móti
30. desember 2023
Sjaldan hafa fleiri nemendur tekið þátt í safnfræðslu Minjasafns Austurlands en á árinu sem var að líða en um 800 nemendur nýttu fræðsluverkefni safnsins á árinu. Fjöldinn hefur aðeins þrisvar veri...