Nýr safnstjóri
Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Minjasafns Austurlands. Hún kemur til starfa um áramótin.
Björg er búsett á Egilsstöðum þar sem hún er einnig fædd og uppalin. Hún er með B.A. próf í frönsku og fjölmiðlafræði, M.A. í fréttamennsku og M.A. í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Björg hefur starfað síðustu sjö ár sem mannauðsstjóri hjá Skógrækt ríkisins (síðar Landi og skógi) en þar á undan starfaði hún meðal annars sem verkefnastjóri hjá Austurbrú, Hannesarholti menningarhúsi og Háskóla Íslands og sem markaðs-og kynningarstjóri fyrir Þjóðleikhúsið. Þá hefur Björg einnig starfað fyrir Safnaráð.
Stjórn Minjasafns Austurlands býður Björgu velkomna til safnsins og óskar henni velfarnaðar í starfi um leið og Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, fráfarandi safnstjóra, er þakkað fyrir gott samstarf.