Aðventuspjallið: Kolbrún Erla Pétursdóttir, forstöðukona Bókasafns Héraðsbúa
Fyrsti sunnudagur í aðventu, og um leið fyrsti dagur desember, er nú runninn upp og það styttist heldur betur í jólin. Í aðdraganda jóla ætlum við að fá að heyra frá núverandi og verðandi stjórnendum safnanna þriggja í Safnahúsinu og hvað þeim finnst ómissandi að gera yfir hátíðirnar.
Við heyrumst fyrst frá Kolbrúnu Erlu Pétursdóttur, forstöðumanni Bókasafns Héraðsbúa, en því starfi hefur hún sinnt síðan vorið 2021.
Hvaða fjögur orð lýsa best þínum jólum?
Kósý - fjölskylda - handavinna - gott kaffi
Hver er þín fyrsta jólaminning?
Heyrðu, hef bara aldrei leitt hugann að því!
Hvaða jólagjöf sem þú hefur fengið er eftirminnilegust og af hverju?
Kerti og keramik frá börnunum mínum því þetta var búið til af þeim
Hvað finnst þér ómissandi að gera um jólin?
Hlusta á hljóðbók og prjóna.
Hvaða bók myndirðu vilja fá í jólagjöf þetta árið?
Enga, nota bókasafnið!
Hver er þín jólaósk þetta árið?
Sama og alltaf, friður á jörð og góð heilsa hjá fólkinu mínu.
Að lokum - ómissandi uppskrift sem þú vilt deila?
Eplaskífur eru möst á aðventunni og ef maður er ekki danskur þá allan ársins hring! Þessi uppskrift birtist í Gestgjafanum fyrir mörgum árum.
Eplaskífur
250 g hveiti
1 tsk vanilludropar
1 msk sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
3 egg
u.þ.b. 400 ml súrmjólk (nota oftast ab mjólk)
50 g bráðið smjör
smjör eða olía til steikingar
Aðferð: Búa til soppu og steikja á eplaskífupönnu. Gott að nota grillprjóna til að snúa skífunum. Berið fram með flórsykri og rifsberjasultu og auðvitað góðu kaffi eða heitu súkkulaði.