Skip to main content

Fjörður, bærinn undir Bjólfi - Ragnheiður Traustadóttir segir frá rannsókninni í Firði

21. ágúst 2024

Undanfarin fimm sumur hefur staðið yfir umfangsmikil fornleifarannsókn í landi Fjarðar í Seyðisfirði. Rannsóknin hefur leitt í ljós gríðarlegan fjölda gripa og áhugaverðar niðurstöður. Hluti gripanna hefur verið til sýnis í Minjasafni Austurlands í sumar á sýningunni Landnámskonan

Miðvikudaginn 28. ágúst mun Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi rannsóknarinnar í Firði, segja frá uppgreftrinum og því sem rannsakendur hafa orðið vísari.

Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og einnig verður frítt inn sýningar Minjasafnsins – Verið öll velkomin!