Heimsókn frá Tjarnarskógi

Börnin á leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum eru farin að undirbúa þorrann og læra um gamla tíma, siði og venjur. Í gær og í dag komu þrír hópar 4 og 5 ára barna í heimsókn til okkar til að skoða gamla muni, kíkja í baðstofuna og sitt hvað fleira. Frábærir og fróðleiksfúsir krakkar. Takk fyrir komuna!