Öskudagurinn 2016

Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að öskudagurinn er í dag. Dagurinn markar upphaf lönguföstu sem stendur fram til páskadags.

Heiti hans er dregið af því að í katólsum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta á þessum degi. Margvíslegir siðir og venjur eru tengdar öskudeginum víða um heim. Einn þessara siða er alíslenskur en það er sá siður að hengja öskupoka á fólk. Elstu öruggu heimildina um öskupoka er að finna í Orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík en hún er að öllum líkindum frá miðri 18. öld.

 

Samkvæmt hjátrúnni á öskudagurinn sér 18 bræður sem þýðir að við megum búast við 18 dögum með sama veðurfari og var í dag. Ekki eru þó allir sammála um hvaða 18 dagar það eru (heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson).

Í dag er algengt að börn haldi upp á daginn með því að ganga í fyrirtæki, syngja fyrir fólk og fá sælgæti að launum. Þessi siður hefur verið einna sterkastur á Akureyri en hefur breiðst um allt land. Nokkrir frumlegir og flottir hópar lögðu leið sína í Safnahúsið í dag.

 

Skudagur3
Oskudagur2016
Oskudagur2