Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði

Í dag var úthlutað 55,5 milljónum úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til 90 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í fjórðungnum. Minjasafnið tengist tveimur verkefnum sem fengu úthlutað styrk úr sjóðnum. Annars vegar er þar um að ræða samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Minjasafnsins og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs en þessar stofnanir hyggjast setja upp sýningu á verkum Jóns Stefánssonar frá Möðrudal. Hitt verkefnið snýst um að setja upp sýninguna Fest Tråden en hún verður afrakstur fyrirhugaðrar rannsóknar norsku listakonunnar Ingrid Larssen á útsaumi kvenna í Vesterålen í Noregi og á Austurlandi.