Skip to main content

Nála: Ný sýning í Safnahúsinu

04. nóvember 2015

Á morgun verður opnuð ný sýning á miðhæð Safnahússins, fyrir framan sýningarsal Minjasafnsins.

Þar er um að ræða farandsýninguna Nálu sem byggð er  á samnefndri bók eftir Evu Þengilsdóttur.  Bókin Nála - riddarasaga kom út hjá Sölku í lok árs 2014 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Innblástur sótti höfundur í íslenskt handverk og sagnahefð. 

 

 

Allir geta sett sitt mark á sýninguna og þannig breytist hún dag frá degi. Ýtt er undir hugmyndaflug og sköpunargleði og gestir hvattir til að snerta, skapa og skemmta sér. Þá hefur Eva sett saman skemmtilegan ratleik sem teygir sig um allt Safnahúsið.

Sýningin, sem stendur út desember, var fyrst sett upp í Þjóðminjasafni Íslands í janúar, þaðan fór hún í Sögusetrið á Hvolsvelli, síðan í Amtsbókasafnið á Akureyri og er nú sett upp í Safnahúsinu á Egilsstöðum með stuðningi Þjóðminjasafnsins og Barnamenningarsjóðs.

Sýningin er opin á opnunartíma Safnahússins, virka daga frá 09:00-19:00.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...