Festum þráðinn
Sýningin Festum þráðinn - samræður um útsaum spor fyrir spor var opnuð í Minjasafninu 2. nóvember 2016. Þar voru til sýnis útsaumuð verk 10 kvenna, fimm frá Austurlandi og fimm frá Vesterålen í Noregi. Allar eru konurnar á aldrinum 67- 95 ára og eiga það sameiginlegt að hafa stundað útsaum frá unga aldri. Sýningin er hluti af rannsókn norsku listakonunnar Ingrid Larssen á útsaumshefðum beggja svæða. Afrakstur rannsókna sinna gaf hún út í bók í samstarfi við Minjasafnið. Bókin er samnefnd sýningunni og er til sýnis og sölu á Minjasafninu. Í tengslum við sýninguna stóð Minjasafnið fyrir útsaumskaffi þar sem Guðrún Sigurðardóttir, handmenntakennari og þátttakandi í verkefninu, kynnti mismunandi útsaumsaðferðir og leyfði gestum að spreyta sig. Nánari upplýsingar um sýninguna og rannsókn Ingridar er að finna hér.
Sýningin stóð fram að jólum og var eftir það sett upp í Sortland Museum í Vesterålen í Noregi.