Skip to main content

Handverk og hefðir: Tóvinnunámskeið

20. október 2019

Hefur þig alltaf langað til að læra að taka ofan af, hæra, kempa og spinna ull? Þá skaltu halda áfram að lesa. 

Sunnudaginn 27. október næstkomandi verður opið hús og boðið upp á ókeypis tóvinnunámskeið í Hallormsstaðaskóla frá kl. 12:00 til 17:00. Námskeiðið er hluti af samstarfsverkefni Minjasafnsins, Hallormsstaðaskóla og Heimilisiðnaðarfélags Íslands sem ber yfirskriftin Handverk og hefðir en samstarfið hófst með samnefndu málþingi sem haldið var í Safnahúsinu á Egilsstöðum í júní síðastliðnum. Á námskeiðinu mun Marianne Guckelsberger, gestakennari frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, leiðbeina þátttakendum í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu. Spunnið er þel og tog, notaðir viðeigandi kambar, útskýrð gömul heiti og orðatiltæki um áhöld, ull og spuna. Námskeiðið er ókeypis, öllum opið og hentar jafnt byrjendum sem og þeim sem áður hafa kynnst tóvinnu. Einnig er fólki velkomið að líta við í skólanum og fylgjast vinnunni.  

 

Skráning á námskeið fer fram hér: https://forms.gle/dbzKeiEtP5BNjXPa9

Verkefnið var styrkt af Safnasjóði, Uppbyggingarsjóði og Fjótsdalshéraði.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...