Skip to main content

Landsbyggðarráðstefnu frestað

16. apríl 2020

Landsbyggðarráðstefnu Minjasafns Austurlands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi sem fara átti fram í maí hefur verið frestað til hausts. 

Ástæða frestunarinnar eru þær takmarkanir á samkomuhaldi sem yfirvöld hafa sett vegna Covid19 en þær gera það að verkum að skipuleggjendur telja sér ekki fært að halda ráðstefnuna með þeim hætti sem vilji er fyrir. Fyrirhugað er að halda ráðstefnuna í september en nánari tímasetning verður auglýst síðar. Áhugasömum er ráðlagt að fylgjast með hér á heimsíðunni og á viðburðarsíðu ráðstefnunnar á Facebook þar sem allar nýjustu upplýsingar koma inn. 

 Hlökkum til að taka á móti ykkur í haust!

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...