Skip to main content

Þjóðsagnapersónur lifna við

29. október 2021

Undanfarnar vikur hafa þjóðsagnapersónur lifnað við með aðstoð nemenda á yngsta stigi í nokkrum grunnskólum í Múlaþingi. Vinnan fór fram í sérstökum smiðjum sem Minjasafn Austurlands bauð upp á í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. 

Þetta er í þriðja sinn sem Minjasafn Austurlands býður upp á þessar smiðjur en í fyrra varð lítið úr þeim vegna heimsfaraldurs. Markmiðið með smiðjunum er að kynna þjóðsagnaarfinn fyrir nemendum í gegnum skapandi vinnu. Nemendur fá fræðslu um þjóðsögurnar og búa síðan til hreyfimynd (stop motion) eftir sögu að eigin vali. Námsefni minjasafnsins um Sigfús Sigfússon, þjóðsagnasafnara frá Eyvindará, er lagt til grundvallar en kennarar velja að hve miklu leyti nemendur vinna með efnið áður en þeir mæta í smiðjurnar.

Sumir hópar komu í heimsókn á safnið og unnu sínar myndir þar á meðan aðrir völdu að fá kynningu á verkefninu í skólanum og vinna verkefnið síðan þar undir handleiðslu kennara. Það skorti ekkert á sköpunarkraftinn og ímyndunaraflið og urðu myndirnar hver annarri frumlegri og skemmtilegri en þær er nú hægt að sjá í Safnahúsinu (á þriðju hæð, fyrir framan bókasafnið). 

Í ár bauð safnið einnig upp á smiðju fyrir miðstig þar sem nemendur unnu með myndmál Valþjófsstaðahurðarinnar. Nánar má lesa um hana hér.

2021 StopMotion
2021 StopMotion2
2021 StopMotion4
2021 StopMotion5
2021 StopMotion6

Síðustu fréttir

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS
06. nóvember 2023
Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var ...
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
02. nóvember 2023
Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar vor...
Lokað 24. október
23. október 2023
Minjasafn Austurlands verður lokað mánudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls enda vinna aðeins konur á safninu.  Safniðverður opnað aftur á venjubundnum tíma á miðvikudaginn kl. ...