Skip to main content

Dagar myrkurs í Safnahúsinu

02. nóvember 2023

Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar voru draugasögur, boðið upp á að skreyta steina með posca pennum og síðast en ekki síst var sett upp aðstaða þar sem fólk gat skorið út í rófur að gömlum sið.

Sá siður að skera út í rófur og gera úr þeim lugtir á rætur sínar að rekja til Írlands á 16. öld. Þær voru settar fyrir utan húsdyrnar til að hræða illar verur á brott en bjóða gesti velkomna. Seinna barst siðurinn til Bandaríkjanna og þá var farið að skera út í grasker í stað rófna. Margar listilega útskornar rófur litu dagsins ljós í Safnahúsinu og ekki skemmdi fyrir að geta maulað innvolsið úr þeim jafnóðum. 

Sá siður að gera sér glaðan dag í byrjun vetrar er síður en svo nýr af nálinni en slíkar hátíðir eiga rætur sínar að rekja langt aftur í aldir. Hér má lesa umfjöllun Minjasafnsins um hátíðir í byrjun vetrar frá árinu 2020 og ef lesendur vilja spreyta sig á rófnaútskurði þá er hér að finna gott kennslumyndband frá Árbæjarsafni þar sem réttu handtökin eru sýnd. 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...