Skip to main content

Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.

26. janúar 2024

Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í verkefnið Kjarval á Austurlandi en þar er um að ræða  viðamikið samstarfsverkefni nokkurra menningarstofnana með það að markmiði að draga fram tengsl Jóhannesar Kjarval við Austurland. Í fyrsta lagi verður sett upp sýning með persónulegum munum Kjarvals en Minjasafnið varðveitir stórt safn þeirra. Í öðru lagi mun Sláturhúsið setja upp fjölskylduleiksýninguna Kjarval í samstarfi við Borgarleikhúsið og í þriðja lagi verður þróað fræðsluverkefni fyrir börn um Kjarval og list hans og verður það hluti af Bras, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi 2024. Í framhaldi af þessu er stefnt á að sett verði upp sýning með verkum Kjarvals í Skaftfelli á Seyðisfirði. Verkefnið hefur einnig fengið styrki frá Uppbyggingarsjóði, Múlaþingi og Landsvirkjun. 

Áður hafði Minjasafnið fengið tvö símenntunarstyrki úr aukaúthlutun Safnasjóðs, annars vegar til að sækja Farskólann, fagráðstefnu safnafólks sem fram fer á Akureyri í haust og hins vegar til að senda starfsmenn á námskeiðið Röð og regla á söfnum – umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningahúsnæðis sem Félag norrænna forvarða á Íslandi stendur fyrir. 

Við hlökkum til að takast á við þessi verkefni og þökkum fyrir styrkina sem gera okkur kleift að ráðast í þau. 

Síðustu fréttir

Gripir fjallkonunnar aftur á heimaslóð
11. júní 2024
Sýningin Landnámskonan var formlega opnuð í Minjasafni Austurlands 9. júní síðstliðinn að viðstöddu fjölmenni. Þar má sjá forngripi sem aldrei hafa verið sýndir áður opinberlega, m.a. gripi sem til...
Landnámskonan - sumarsýning Minjasafnsins
06. júní 2024
Konur eru viðfangsefni sumarsýninga þriggja safna í Múlaþingi sem opnaðar verða núna í júní. Á sýningu Minjasafnsins verður sjónum beint að landnámskounnni og þar verða m.a. sýndir forngripir sem a...
Safnasóknin á Austurlandi
02. maí 2024
FÍSOS, félag íslenskra safna og safnafólks, stendur um þessar mundir fyrir fundaröð um landið undir yfirskriftinni Safnasóknin. Fyrsti fundur sóknarinnar fór fram á Egilsstöðum á dögunum en þangað ...