Skip to main content

BRAS 2023: Óáþreifanlegur menningararfur

19. september 2023

Eins og undanfarin ár mun Minjasafn Austurlands leggja til safnfræðsluverkefni í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, en markmiðið með verkefnunum er að kynna íslenska sögu og menningararf fyrir nemendum í grunnskólum Múlaþings í gegnum skapandi vinnu undir handleiðslu reyndra listamanna.

Að þessu sinni verður lögð áhersla á óáþreifanlegan menningararf í sinni víðustu merkingu og verðum við með nokkrar smiðjur í gangi. Með óáþreifanlegum menningararfi er átt við „siðvenjur, framsetningu, tjáningarform, þekkingu og færni sem samfélögin eða hópar telja hluta af menningararfleið sinni og geta m.a. birst í munnlegri hefð og tjáningu, sviðslistum, félagsvenjum, helgisiðum og hátíðahöldum, þekkingu og venjum sem tengjast náttúrunni og alheiminum sem og í hefðbundinni verkkunnáttu“ eins og segir á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar.

Þrír grunnskólar Múlaþings, Brúarásskóli, Fellaskóli og Seyðisfjarðarskóli, fá til sín tvær farandsmiðjur. Annars vegar smiðju þar sem nemendur fá innsýn inn í baðstofumenningu fyrr á tímum og kynnast hljóðfærinu langspili undir handleiðslu tónlistarmannsins og þjóðfræðingsins Eyjólfs Eyjólfsssonar. Hver nemandi fær í hendur langspil til að spreyta sig á. Hins vegar fá nemendur að læra þá sígildu iðn að tálga í tré undir handleiðslu Bjarka Sigurðssonar starfsmann Skógræktarinnar í Hallormsstaðaskógi. 

Einnig mun fara fram tóvinnusmiðja á safninu og fá nemendur í 5. bekk Egilsstaðaskóla að koma nokkrum sinnum á safnið og kynnast gömlu handbragði með því að umbreyta ull í band. Nemendur í grunnskólanum á Borgarfirði Eystra og Djúpavogi fá samsvarandi smiðju til sín.

Smiðjurnar fara fram í september og október.

Þetta er í fjórða smiðjan sem safnið býður grunnskólum á starfssvæði þess upp á smiðjur þar sem unnið er með menningararfinn á skapandi hátt. Í fyrra var unnið með álfkonudúkinn frá Burstarfelli, árið þar áður var Valþjófsstaðahurðin uppspretta sköpunar og árin á undan var unnið með þjóðsögur Sigfúsar Sigússonar

 

Verkefnið er styrkt af:

Untitled Design 36
   

                                               

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...