Skip to main content

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS

06. nóvember 2023

Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var boðið upp á þrjár mismunandi smiðjur, allt eftir því hvað hentaði hverjum skóla. Smiðjurnar áttu það allar sameiginlegt að tengjast með einum eða öðrum hætti óáþreifanlegum menningararfi sem var útgangspunktur verkefnisins. Alls tóku 182 nemendur úr öllum grunnskólum Múlaþings tóku þátt í smiðjunum. 

5 bekkur í Egilsstaðaskóla, 5.-6. bekkur í Djúpavogsskóla og allir nemendur í Grunnskólanum á Borgarfirði tóku þátt í tóvinnusmiðjum þar sem þau fengu að kynnast því hvernig umbreyta má ull í band til að prjóna úr. Nemendur á Djúpavogi og Borgarfirði leiðbeinendur í heimsókn í skólana en nemendur Egilsstaðaskóli komu á safnið í þrjú skipti. Í smiðjunum lærðu nemendur m.a. að skilja að tog og þel (taka ofan af), kemba þelið, búa til lyppur og spinna á halasnældu. Nemendur Egilsstaðaskóla fengu auk þess að sjá tóvinnusérfræðinginn Emmu Charlotte Ärmänen spinna á rokk og fengu einnig að prófa sjálf. Leiðbeinendur smiðjunnar voru Eyrún Hrefna Helgadóttir og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir. 

Safnið bauð einnig upp á tvær farandsmiðjur þar sem Eyjólfur Eyjólfsson, þjóðfræðingur og tónlistarmaður, kynnti fyrir nemendum hiða forna hljóðfæri langspil og Bjarki Sigurðsson, handverksmaður, kenndi nemendum réttu handtökin við að tálga úr tré. Í smiðju Eyjólfs fengu allir nemendur langspil í hendur til að prófa að spila á og notuðu m.a. svansfjöður og fiðluboga til að framkalla hljóð. Í smiðju Bjarka fengur nemendur birkigreinar úr Hallormsstaðaskógi til að æfa sig á og að lokum tálguðu þau út spjót og sveppi. Báðar þessar smiðjur fóru í Brúarásskóla, Fellaskóla og Seyðisfjarðarskóla. Einnig heimsótti Eyjólfur Egilsstaðaskóla og bauð nemendum í 6. bekk upp á stuttar langspilssmiðjur. Smiðjurnar þóttu vel heppnaðar í alla staði og nemendur voru áhugasamir og mjög fljótir að tileinka sér nýja færni. Við þökkum leiðbeinendum, nemendum og kennurum kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Þetta er í fjórða sinn sem Minjasafn Austurlands býður grunnskólum á starfssvæði þess upp á smiðjur þar sem unnið er með menningararfinn á skapandi hátt í tengslum við BRAS og oftar en ekki í samstarfi við starfandi listafólk. Í fyrra var unnið með álfkonudúkinn frá Burstarfelli, árið þar áður var Valþjófsstaðahurðin uppspretta sköpunar og árin þar á undan var unnið með þjóðsögur Sigfúsar Sigússonar.

 

2023 Bras1
2023 Bras2
2023 Bras3
2023 Bras4

 

Styrktaraðilar verkefnisins:

Untitled design 36

 

 

Síðustu fréttir

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS
06. nóvember 2023
Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var ...
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
02. nóvember 2023
Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar vor...
Lokað 24. október
23. október 2023
Minjasafn Austurlands verður lokað mánudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls enda vinna aðeins konur á safninu.  Safniðverður opnað aftur á venjubundnum tíma á miðvikudaginn kl. ...