Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins - Nóvember

Gripir mánaðarins nálgast fimmtugsaldurinn en eiga skemmtilega tengingu til dagsins í dag, nánar tiltekið nýsameinaðs sveitarfélags á Austurlandi. 

Gripur mánaðarins - Október

Þá er októbermánuður runninn upp með öllum sínum sjarma og fallegu litum.

Gripur mánaðarins - September

September er genginn í garð, haustið handan við hornið og því ekki úr vegi að endurvekja grip mánaðarins eftir gott sumarfrí.

Gripur mánaðarins - Júní

Gripur mánaðarins er að þessu sinni tengdur póstsögu landsins en það er þessi skemmtilegi póstlúður, gerður úr látúni.

Gripur mánaðarins - Maí

Gripur mánaðarins er þessi fallega hálsfesti. Hún má teljast nokkuð óvenjuleg að því leyti að hún er búin til úr mannshári. Í festinni er nefnilega hár systranna Sigurlaugar (1847-1936) og Guðríðar Jónsdætra frá Njarðvík. Þær voru dætur Jóns "fræðimanns" Sigurðssonar (1802-1883) fæddum á Surtsstöðum og Sigþrúðar Sigurðardóttur (1816-1887) frá Njarðvík. Guðríður og Sigurlaug voru giftar feðgum, þeim Stefáni Benediktssyni (1836-1914) og Þorvarði Stefánssyni (1859-1944) frá Borgarfirði eystra. Systurnar fluttu frá Borgarfirði með fjölskyldum sínum til Ameríku á miðjum aldri og bjuggu þar til æviloka. Guðríður lést fyrr og lét þá systir hennar, Sigurlaug, búa til festina úr hári þeirra beggja og bar hún hana þar til hún lést. Ágústa Þorvarðardóttir (líklega dóttir Guðríðar) sendi festina til Íslands að þeim látnum til Sigríðar Eyjólfsdóttur (1921-2008) prestsfrúar á Borgarfirði eystra. Ásta Steingerður Geirsdóttir, dóttir Sigríðar, gaf safninu gripinn. Til gamans má hér sjá mynd af Guðríði og Þorvarði, og hér af Sigurlaugu, Stefáni og fósturdóttur þeirra en myndirnar eru varðveittar á Ljósmyndasafni Austurlands. 

Í Evrópu hefur frá fornu fari þekkst að vinna list- og skrautmuni úr mannshári og á 19. öld varð þar til sérstök fagstétt sem notaðist við þennan efnivið til að gera myndir. Algengt var að á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu að úr mannshári væri gerðir ýmsir skartgripir, s.s. hálsfestar, eyrnalokkar, hringar, snúrur á vasaúr, nælur og fleira. Að öllum líkindum var þessi festi gerð í Ameríku, en vitað er um að umboð hafi verið á Seyðisfirði fyrir norskt fyrirtæki sem sérhæfði sig í þessari iðju. Í safnkosti Minjasafnsins er að finna þónokkra hluti gerða úr eða skreytta með mannshári, t.d. þennan hring og þessa úrfesti.

Nánari upplýsingar um grip mánaðarins að þessu sinni má finna HÉR.

Ýttu HÉR til að sjá fleiri gripi mánaðarins. 

Gripur mánaðarins - Apríl

Það er ekki hægt að segja annað en að við séum að upplifa skrítna og óraunverulega tíma núna en öll vonumst við eftir að komast í rétta rútínu sem allra fyrst. 

Gripur mánaðarins - Mars

Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið okkur hér á Austurlandinu mjög hliðhollir það sem af er ári, en hver lægðin á eftir annarri hefur gengið yfir og varla hundi út sigandi á köflum.

Gripur mánaðarins - Febrúar

Nú hefur janúarmánuður runnið sitt skeið og sólin fer ört hækkandi á lofti, öllum til ánægju. Þá er ekki úr vegi að njóta þess sem veturinn hefur upp að bjóða með því að skella sér á skíði eða jafnvel skauta. Gripur mánaðarins tengist skautaíþróttinni einmitt, en hann var notaður þegar það tíðkaðist að skauta á Lagarfljótinu. Gripurinn er svokallað skautasegl, að öllum líkindum heimasaumað, og samanstendur það úr tveimur sívölum trésköftum, 2,04 m og 2,10 m á lengd, og segli úr hvítu þéttu lérefti sem er margbundið við stangirnar. Með fylgir þverslá, 2,70 m á lengd, sívöl og mjókkar til beggja enda. Segið kemur úr búi Sveins Jónssonar (1893-1981) og Sigríðar Fanneyjar Jónsdóttur (1894-1998) á Egilsstöðum. Sveinn var góður skautamaður og notaði seglið er hann renndi sér á ís á Lagarfljótinu í góðum byr. Ásdís dóttir hans (1922-1991) mundi eftir að hafa setið á handlegg hans en með hinni hendinni hélt hann á seglinu og brunuðu þau eftir ísnum. Eitt sinn mun Sveinn hafa rennt sér upp í Hallormsstað með seglið.

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýtið hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.

Gripur mánaðarins - Janúar

Eftir langt og ljúft jólafrí hefst skólinn aftur. Allt gengur sinn vanagang. Gripur janúarmánaðar tengist einmitt skólagöngu en það er þessi dásamlega skólataska sem kemur frá Múla 2 í Álftafirði.


Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum