Nú árið er liðið - horft um öxl

Starfsemi Minjasafns Austurlands á árinu 2021 var fjölbreytt og viðamikil en litaðist þó af áhrifum heimsfaraldursins eins og flest annað í þjóðfélaginu. Aðlaga þurfti viðburði að samkomutakmörkunum og þó gestir væru fleiri en árið áður var fjöldinn þó minni en fyrir faraldur. 

Lesa meira

Framkvæmdafréttir úr Kjarvalshvammi

Framkvæmdum er nú lokið í Kjarvalshvammi þetta haustið og búið að ganga frá sumarhúsi Kjarvals fyrir veturinn. Framkvæmdir hefjast svo að nýju næsta sumar. 

Lesa meira

Gleðileg jól!

Minjasafn Austurlands verður lokað á milli hátiða. Hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári. 

Roðagyllt Safnahús

Þessa dagana slær roðagylltum bjarma á Safnahúsið. Markmiðið er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi.

Lesa meira

Þjóðsagnapersónur lifna við

Undanfarnar vikur hafa þjóðsagnapersónur lifnað við með aðstoð nemenda á yngsta stigi í nokkrum grunnskólum í Múlaþingi. Vinnan fór fram í sérstökum smiðjum sem Minjasafn Austurlands bauð upp á í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. 

Lesa meira

Talið niður til jóla

Eins og undanfarin ár mun Minjasafnið telja niður til jóla með því að fjalla um 24 safngripi úr safnkosti safnsins, sem allir tengjast jólunum á einhvern hátt.

Lesa meira

Grunnskólanemar rýna í Valþjófsstaðahurðina

Undanfarna daga hafa nemendur á miðstigi í grunnskólum Múlaþings rýnt í myndmál Valþjófsstaðahurðarinnar, velt fyrir sér uppruna hennar og skapað sín eigin listaverk innblásin af myndefninu í smiðjum sem Minjasafn Austurlands bauð upp á í tengslum við BRAS.

Lesa meira