Lokað 13.-15. október

Dagana 13.-15. október verða starfskonur Minjasafns Austurlands á Farskóla safnmanna, árlegri fagráðstefnu safnafólks, sem fer að þessu sinni fram í Stykkishólmi. Safnið verður lokað þessa daga af þeim sökum. Opnum aftur á hefðbundnum tíma eftir helgi. 

Safnaráð í heimsókn

Minjasafn Austurlands fékk góða gesti í heimsókn á dögunum þegar Safnaráð leit við á ferð sinni um Austurland. 

Lesa meira

Skráning muna á Lindarbakka - 1. áfanga lokið

Gestir Lindarbakka á Borgarfirði eystra geta í sumar lesið sér til um gripi hússins í nýútkominni skráningarskýrslu sem er afrakstur samstarfs Minjasafns Austurlands og heimamanna á Borgarfirði. 

Lesa meira

Fræðsla á fullu

Það má með sanni segja að það hafi verið nóg um að vera í safnfræðslu Minjasafns Austurlands undanfarna daga en tæplega 160 börn fengu einhvers konar fræðslu frá Minjasafni Austurlands í vikunni þegar allt er talið.

Lesa meira

Lista fyrir alla - um allt land

List fyrir alla hefur opnað nýjan vef þar sem nálgast má yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna. Minjasafn Austurlands er að sjálfsögðu þar á meðal.

Lesa meira

Vel heppnuð Vegamót

Þjóðfræðingar og áhugafólk um þjóðfræði kom saman á Egilsstöðum um helgina á ráðstefnunni Vegamót sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi hélt í samstarfi við Minjasafn Austurlands. 

Lesa meira

Hausta tekur, BRAS-ið byrjar

Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, BRAS, stendur nú sem hæst. Sem fyrr tekur Minjasafn Austurlands virkan þátt í hátíðinni og býður bæði upp á opna viðburði fyrir almenning og sérstaka viðburði fyrir grunnskóla. 

Lesa meira